Episodes

Wednesday Jul 28, 2021
#63 Óðs manns æði á úthafinu
Wednesday Jul 28, 2021
Wednesday Jul 28, 2021
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Sjóvá og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Farið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli!
Draugarnir eru einnig á Patreon

Wednesday Jul 21, 2021
#62 Myrkrahöfðinginn
Wednesday Jul 21, 2021
Wednesday Jul 21, 2021
Hann spilar stærri rullu í lífi fólk en það mögulega gerir sér grein fyrir. Hvort sem maður trúir á tilvist hans eða ekki, þá er erfitt að finna fullorðinn einstakling sem ekki kannast við a.m.k. eitt af þeim nöfnum sem hann hefur borið í gegnum tíðina: Belzebub, Lúsifer, Leviathan og það þekktasta: Satan. En hvaðan kemur Satan? Hver er hans saga? Hefur hann verið eins í gegnum aldirnar eða tekið breytingum? Birtist hann í öðrum trúarbrögðum en þeim þremur sem kennd eru við Abraham? Þessi þáttur leitast eftir að skyggnast í sögu sjálfs myrkrahöfðingjans sem yfirleitt er nefndur Satan.

Wednesday Jul 14, 2021
#61 Skálmöld
Wednesday Jul 14, 2021
Wednesday Jul 14, 2021
Oft er talað um hinar „myrku“ miðaldir. Það hlýtur því að vekja upp þá spurningu hvort eitthvað ljós hafi kviknað sem hrakti þetta myrkur á brott? Svarið við því er já. Ljósið kallast í daglegu tali Upplýsingin. Það er ein magnaðasta hugarfarsbylting í sögu mannkyns. Allt var endurskoðað, t.d. vísindi, heimspeki, trúarbrögð og lögfræði. Fólk fór að velta fyrir sér hlutverki og ekki síst: Hlutskipti mannfólksins. Völd konunga og kirkjunnar minnkuðu. Einnig komu fram nýjar hugmyndir um afbrot, refsingar og réttlæti. Ýmsir vildu sýna mildi en aðrir halda fast í gömlu refsigleðina, því annars myndi glæpum fjölga. Í byrjun 19. aldar hugsuðu margir að eitthvað gæti verið til í þessu því öldin hófst með morðum og ránum í mörgum landshlutum. Fólk talaði um „spillt aldarfar“. Í þessum þætti ræðum við þetta allt. Flosi fær svo tækifæri til að segja Baldri frá sínu uppáhalds íslenska sakamáli: Morðunum á Sjöundá, á Rauðasandi.

Wednesday Jul 07, 2021
#60 Að vera í ham
Wednesday Jul 07, 2021
Wednesday Jul 07, 2021

Wednesday Jun 30, 2021
#59 Sólarlitlir dagar
Wednesday Jun 30, 2021
Wednesday Jun 30, 2021
Morð eru blessunarlega fágæt á Íslandi. Svo virðist sem morð hér á landi séu yfirleitt hálfgerð slys, framin í bræðiskasti, uppgjör glæpamanna eða einhver geðveila á hlut að máli. Skipulagðir og kaldrifjaðir morðingjar sem myrða aftur og aftur er sem betur fer eitthvað sem Íslendingar þekkja lítið til. Við þurfum meira að segja að fara langt aftur á 16. öld til að finna einn þannig. En hann er þarna, kyrfilega greyptur í vora sögu. Nafn hans var Björn og er hann alltaf kenndur við bæinn Öxl á Snæfellsnesi.

Wednesday Jun 23, 2021
#58 Miskunnsama Messerschmitt
Wednesday Jun 23, 2021
Wednesday Jun 23, 2021
Stríð og styrjaldir hafa því miður skipað stóran sess í sögu mannkynsins. Mitt í slíkri mannvonsku má þó finna dæmi um náð, miskunn og gott hjartalag. Í þessum þætti segjum við frá flugmönnunum Charlie Brown og Franz Stigler. Þeir hittust í háloftunum yfir Þýskalandi einn örlagaríkan dag í desember árið 1943. Þá voru þeir svarnir óvinir en urðu seinna svo nánir vinir að þeir litu á sig sem bræður.
Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Vefverslun Drauganna finnið þið hér!

Wednesday Jun 16, 2021
#57 Villibörn
Wednesday Jun 16, 2021
Wednesday Jun 16, 2021
Fjöldamargar sögur eru til af börnum sem hafa fundist í umsjá villtra dýra. Þessi börn hafa iðulega tekið upp hætti þessara uppalenda sinna og átt gífurlega erfitt með að aðlagast lífi á meðal mannfólks á ný. Í þessum þætti förum við yfir nokkrar slíkar sögur og skoðum hvað geti valdið því að börn lendi í umsjá dýra.
Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Vefverslun Drauganna finnið þið hér!
Tónlistin úr þáttunum finnið þið hér!

Wednesday Jun 09, 2021
#56 Sólstormurinn mikli 1859
Wednesday Jun 09, 2021
Wednesday Jun 09, 2021
Flestir glotta eða jafnvel hlæja ef minnst er á veður í geimnum. Þó er geimveðurfræði að færast í aukana og það er mikilvægt. Þeir stormar sem þar geisa geta haft mun meiri áhrif en stormar á jörðu niðri. Í þessum þætti tölum við um einn slíkan. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa bent á að ef slíkur stormur myndi skella á jörðinni, yrðu það hamfarir af margfaldri stærðargráðu. Fellibylurinn Katrina er sem lítil vindhviða í samanburði. Árið 2012 fór afar öflugur sólstormur rétt framhjá jörðinni en hefði hann lent á okkar litlu plánetu, værum við líklega ennþá að kljást við afleiðingar þess.
Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti. Skoðið málið nánar hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar

Wednesday Jun 02, 2021
#55 Beta fer í blóðbað
Wednesday Jun 02, 2021
Wednesday Jun 02, 2021
Hvernig verður okkar minnst? Munu komandi kynslóðir ausa okkur lofi eða verðum við brennimerkt sem hreinræktuð illmenni, jafnvel mörg hundruð árum eftir okkar tíma? Verður það sannleikanum samkvæmt? Í þessum þætti tökum við fyrir sögu ungversku greifynjunnar Elizabeth Bathory. Hún hefur löngum verið talin ein viðurstyggilegasta manneskja sögunnar. Sögur eru um að hún hafi baðað sig í blóði ungmeyja til að viðhalda fegurð sinni. Ef kafað er aðeins dýpra í söguna kemur þó ýmislegt í ljós sem bendir til þess að þetta geti allt verið uppspuni og rógur. Var Elizabeth Bathory kannski ekki djöfull í mannsmynd heldur góðlynd aðalskona sem gerði allt hvað hún gat til að hjálpa fólki sínu?
Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti. Skoðið málið nánar hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar

Wednesday May 26, 2021
#54 Úr Svarfaðardal í sirkuslíf
Wednesday May 26, 2021
Wednesday May 26, 2021
Hvað gerir þú ef ljóst er að þú getur ekki stundað vinnu vegna fötlunar og hvert sem þú ferð glápa allir opinmynntir? Þáttur þessi fjallar um ævi og persónu Jóhanns Kristins Péturssonar sem er iðulega kenndur við Svarfaðardal. Hann var 234 sentimetrar og því hæsti Íslendingur sögunnar.
Draugarnir eru á Patreon. Skoðið málið nánar hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar

Wednesday May 19, 2021
#53 Dýr í stríði
Wednesday May 19, 2021
Wednesday May 19, 2021
Mikið hefur verið talað um mannfall í seinni heimsstyrjöldinni en það vill gleymast að það var ekki aðeins mannfólk sem tók þátt í þeim hildarleik. Til dæmis notaði þýski herinn um þrjár milljónir hesta í því stríði. Dýr hafa frá upphafi verið þáttakendur í stríðum og erjum mannkynsins. Sum þeirra hafa meira að segja fengið stöðuhækkanir og æðstu heiðursmerki fyrir hetjulega framgöngu. Í þessum þætti skoðum við nokkur þeirra.
Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma

Wednesday May 12, 2021
#52 Gaur var kallaður Möddi fiðla
Wednesday May 12, 2021
Wednesday May 12, 2021
Titill þáttarins eru upphafsorð Njáls sögu, löguð harkalega að nútímanum. Tungumál Íslendingasagna er töluvert ólíkt því sem tíðkast í dag, enda er um að ræða bókmenntir sem eru mörg hundruð ára. Við veltum því fyrir okkur hvort það hindri ungt fólk í að njóta þeirra. Flosi segir Baldri frá sinni uppáhalds Ísl.sögu sem er Njáls saga. Sérstaklega er ein sögupersóna þar honum hugleikin...
Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma

Wednesday May 05, 2021
#51 Undir rauðum fána
Wednesday May 05, 2021
Wednesday May 05, 2021
Þessi fyrsti þáttur maímánaðar tekur einmitt fyrir fyrsta dag maímánaðar. Af hverju er ganga þennan dag undir rauðum fána? Hefur verkafólk alltaf unnið 8 stunda vinnudag? Af hverju var Coca Cola eitt sinn kallað „verkamannablóð“?
Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Og hér er vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma

Wednesday Apr 28, 2021
#50 Ráðagóðu Rússarnir
Wednesday Apr 28, 2021
Wednesday Apr 28, 2021
Þeir sem ekki muna eftir köldu stríði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna eiga eflaust erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig það var. Veröldin öll upplifði þrúgandi spennu og kjarnorkuógn í marga áratugi. Er Sovétríkin féllu undir lok síðustu aldar, komu ýmis skjöl í ljós sem áður höfðu verið kyrfilega lokuð. Nöfn tveggja manna urðu þá þekkt á Vesturlöndum og margir supu hveljur er kom í ljós hvað þeir Vasili Arkhipov og Stanislav Petrov höfðu gert.

Wednesday Apr 21, 2021
#49 Salernissaga
Wednesday Apr 21, 2021
Wednesday Apr 21, 2021
Við tökum svo mörgu í lífi okkar sem sjálfsögðum hlut. Í raun ættum við af og til að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort öll þau tól og tæki sem við höfum, bæði til að auðvelda okkur lífið og verja okkur gegn t.d. slysum og veikindum, séu í raun svo sjálfsögð? Ef nánar er að gáð kemur oft í ljós að mikill fjöldi jarðarbúa býr ekki við munað sem við teljum sjálfsagðan. Að þessu sinni ræðum við ögn um fyrirbæri sem allir þekkja og vilja ekki vera án en tala sjaldnast um: Salernið. Hver er saga þess og uppruni?

Wednesday Apr 14, 2021
#48 Stríðið um skreiðina
Wednesday Apr 14, 2021
Wednesday Apr 14, 2021
Stundum hefur verið sagt að Ísland hafi alla tíð verið afskekkt, eyðilegt og að enginn hafi nokkurn tíma haft á því áhuga. Ekkert gæti verið fjær sanni. Í þessum þætti skoðum við atburði sem áttu sér stað, hér á landi, í byrjun 16 aldar. Þá börðust hér útlenskir menn, jafnt á sjó sem landi, svo að tugir eða jafnvel hundruðir féllu í valinn.
Draugar fortíðar eru nú komnir á Patreon. Ekki panikka samt, við erum ekki að loka á aðgang að þáttunum. Þið heyrið meira um þetta í þættinum og svo getið þið skoðað þetta betur hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar

Wednesday Apr 07, 2021
#47 Í klóm keisarans af Róm
Wednesday Apr 07, 2021
Wednesday Apr 07, 2021
Rómaveldi hafa flestir væntanlega heyrt um. Það hafði gífurleg menningarleg áhrif og átti mjög stóran þátt í því að móta þá Evrópu sem við nú þekkjum. Rómverjar notuðust oft við nokkurs konar lýðræði en æðstur var keisarinn. Margir keisarar stóðu sig afar vel en aðrir alls ekki. Flosi segir Baldri hér frá þeim sem hann telur verstu Rómarkeisara sögunnar. Segja má að þema þáttarins sé um það að setja ekki fólk í aðstæður sem það höndlar engan veginn og vill jafnvel ekkert vera í.

Wednesday Mar 31, 2021
#46 Hvíta rósin
Wednesday Mar 31, 2021
Wednesday Mar 31, 2021
Um aldamótin síðustu var könnun í Þýskalandi og fólk beðið um að velja merkustu Þjóðverja sögunnar. Ung stúlka sem ýmsir utan Þýskalands kannast mögulega lítið við, var þar hærra á listanum en nöfn eins Johann Sebastian Bach, Goethe og Albert Einstein. Í löndum sem Þjóðverjar hernámu í seinni heimsstyrjöld, spruttu upp allskyns andspyrnuhópar. Þetta voru hugrakkir menn og konur sem lögðu líf sitt í bráða hættu. Við höfum flest heyrt um vopnaða andspyrnu í löndum eins og Póllandi, Noregi og Frakklandi og henni hefur verið gerð góð skil í bókum, sjónvarpi og kvikmyndum. En hvað með sjálft Þýskaland? Þar var einnig mótspyrna en það krafðist ótrúlegar hugdirfsku enda var það fólk hreinlega í gini ljónsins. Við beinum hér sjónum okkar að slíkum hópi og sérstaklega einum liðsmanna hennar, Sophie Scholl.

Saturday Mar 27, 2021
#A7 Draugar samtímans með Guðna Th.
Saturday Mar 27, 2021
Saturday Mar 27, 2021
Flestir hafa þá mynd af sagnfræðingum að þeir sitji hoknir á skjalasöfnum og rýni í skruddur sem fjalla um eitthvað sem er löngu liðið. Sú er ekki alltaf raunin. Til er nokkuð sem heitir samtímasaga og spannar yfirleitt tímabilið frá lokum seinni heimsstyrjaldar til dagsins í dag. það getur hreinlega verið varasamt að stunda þá grein sagnfræðinnar. Viðmælandi okkar í þessum aukaþætti veit allt um það. Í fyrsta sinn erum við með gest í hlaðvarpinu og það er sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson. Svo skemmtilega vill til að hann er einnig forseti Íslands. Við settumst niður með honum í Thomsen-stofu á Bessastöðum og ræddum um söguna og sérstaklega nokkuð sem er ástríða bæði Flosa og Guðna: Þorskastríðin.

Wednesday Mar 24, 2021
#45 Svarta svalan
Wednesday Mar 24, 2021
Wednesday Mar 24, 2021
Umfjöllunarefni þáttarins er maður að nafni Eugene Bullard. Hann var fæddur í suðurríkjum Bandaríkjanna árið 1895. Bullard var svartur á hörund og hann ákvað á barnsaldri að hann yrði að komast burt. Hann hafði heyrt föður sinn segja frá landi í Evrópu þar sem „litað“ fólk væri ekki ofsótt og myrt eins og var allt of algengt á heimaslóðum Bullards. Þangað ákvað Bullard að fara og við tók sérlega viðburðarík ævi. Saga Bullards er saga mótlætis og illsku en einnig af hugrekki og sigrum.

