Episodes
Wednesday May 19, 2021
#53 Dýr í stríði
Wednesday May 19, 2021
Wednesday May 19, 2021
Mikið hefur verið talað um mannfall í seinni heimsstyrjöldinni en það vill gleymast að það var ekki aðeins mannfólk sem tók þátt í þeim hildarleik. Til dæmis notaði þýski herinn um þrjár milljónir hesta í því stríði. Dýr hafa frá upphafi verið þáttakendur í stríðum og erjum mannkynsins. Sum þeirra hafa meira að segja fengið stöðuhækkanir og æðstu heiðursmerki fyrir hetjulega framgöngu. Í þessum þætti skoðum við nokkur þeirra.
Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma
Wednesday May 12, 2021
#52 Gaur var kallaður Möddi fiðla
Wednesday May 12, 2021
Wednesday May 12, 2021
Titill þáttarins eru upphafsorð Njáls sögu, löguð harkalega að nútímanum. Tungumál Íslendingasagna er töluvert ólíkt því sem tíðkast í dag, enda er um að ræða bókmenntir sem eru mörg hundruð ára. Við veltum því fyrir okkur hvort það hindri ungt fólk í að njóta þeirra. Flosi segir Baldri frá sinni uppáhalds Ísl.sögu sem er Njáls saga. Sérstaklega er ein sögupersóna þar honum hugleikin...
Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma
Wednesday May 05, 2021
#51 Undir rauðum fána
Wednesday May 05, 2021
Wednesday May 05, 2021
Þessi fyrsti þáttur maímánaðar tekur einmitt fyrir fyrsta dag maímánaðar. Af hverju er ganga þennan dag undir rauðum fána? Hefur verkafólk alltaf unnið 8 stunda vinnudag? Af hverju var Coca Cola eitt sinn kallað „verkamannablóð“?
Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Og hér er vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma
Wednesday Apr 28, 2021
#50 Ráðagóðu Rússarnir
Wednesday Apr 28, 2021
Wednesday Apr 28, 2021
Þeir sem ekki muna eftir köldu stríði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna eiga eflaust erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig það var. Veröldin öll upplifði þrúgandi spennu og kjarnorkuógn í marga áratugi. Er Sovétríkin féllu undir lok síðustu aldar, komu ýmis skjöl í ljós sem áður höfðu verið kyrfilega lokuð. Nöfn tveggja manna urðu þá þekkt á Vesturlöndum og margir supu hveljur er kom í ljós hvað þeir Vasili Arkhipov og Stanislav Petrov höfðu gert.
Wednesday Apr 21, 2021
#49 Salernissaga
Wednesday Apr 21, 2021
Wednesday Apr 21, 2021
Við tökum svo mörgu í lífi okkar sem sjálfsögðum hlut. Í raun ættum við af og til að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort öll þau tól og tæki sem við höfum, bæði til að auðvelda okkur lífið og verja okkur gegn t.d. slysum og veikindum, séu í raun svo sjálfsögð? Ef nánar er að gáð kemur oft í ljós að mikill fjöldi jarðarbúa býr ekki við munað sem við teljum sjálfsagðan. Að þessu sinni ræðum við ögn um fyrirbæri sem allir þekkja og vilja ekki vera án en tala sjaldnast um: Salernið. Hver er saga þess og uppruni?
Wednesday Apr 14, 2021
#48 Stríðið um skreiðina
Wednesday Apr 14, 2021
Wednesday Apr 14, 2021
Stundum hefur verið sagt að Ísland hafi alla tíð verið afskekkt, eyðilegt og að enginn hafi nokkurn tíma haft á því áhuga. Ekkert gæti verið fjær sanni. Í þessum þætti skoðum við atburði sem áttu sér stað, hér á landi, í byrjun 16 aldar. Þá börðust hér útlenskir menn, jafnt á sjó sem landi, svo að tugir eða jafnvel hundruðir féllu í valinn.
Draugar fortíðar eru nú komnir á Patreon. Ekki panikka samt, við erum ekki að loka á aðgang að þáttunum. Þið heyrið meira um þetta í þættinum og svo getið þið skoðað þetta betur hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Wednesday Apr 07, 2021
#47 Í klóm keisarans af Róm
Wednesday Apr 07, 2021
Wednesday Apr 07, 2021
Rómaveldi hafa flestir væntanlega heyrt um. Það hafði gífurleg menningarleg áhrif og átti mjög stóran þátt í því að móta þá Evrópu sem við nú þekkjum. Rómverjar notuðust oft við nokkurs konar lýðræði en æðstur var keisarinn. Margir keisarar stóðu sig afar vel en aðrir alls ekki. Flosi segir Baldri hér frá þeim sem hann telur verstu Rómarkeisara sögunnar. Segja má að þema þáttarins sé um það að setja ekki fólk í aðstæður sem það höndlar engan veginn og vill jafnvel ekkert vera í.
Wednesday Mar 31, 2021
#46 Hvíta rósin
Wednesday Mar 31, 2021
Wednesday Mar 31, 2021
Um aldamótin síðustu var könnun í Þýskalandi og fólk beðið um að velja merkustu Þjóðverja sögunnar. Ung stúlka sem ýmsir utan Þýskalands kannast mögulega lítið við, var þar hærra á listanum en nöfn eins Johann Sebastian Bach, Goethe og Albert Einstein. Í löndum sem Þjóðverjar hernámu í seinni heimsstyrjöld, spruttu upp allskyns andspyrnuhópar. Þetta voru hugrakkir menn og konur sem lögðu líf sitt í bráða hættu. Við höfum flest heyrt um vopnaða andspyrnu í löndum eins og Póllandi, Noregi og Frakklandi og henni hefur verið gerð góð skil í bókum, sjónvarpi og kvikmyndum. En hvað með sjálft Þýskaland? Þar var einnig mótspyrna en það krafðist ótrúlegar hugdirfsku enda var það fólk hreinlega í gini ljónsins. Við beinum hér sjónum okkar að slíkum hópi og sérstaklega einum liðsmanna hennar, Sophie Scholl.
Saturday Mar 27, 2021
#A7 Draugar samtímans með Guðna Th.
Saturday Mar 27, 2021
Saturday Mar 27, 2021
Flestir hafa þá mynd af sagnfræðingum að þeir sitji hoknir á skjalasöfnum og rýni í skruddur sem fjalla um eitthvað sem er löngu liðið. Sú er ekki alltaf raunin. Til er nokkuð sem heitir samtímasaga og spannar yfirleitt tímabilið frá lokum seinni heimsstyrjaldar til dagsins í dag. það getur hreinlega verið varasamt að stunda þá grein sagnfræðinnar. Viðmælandi okkar í þessum aukaþætti veit allt um það. Í fyrsta sinn erum við með gest í hlaðvarpinu og það er sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson. Svo skemmtilega vill til að hann er einnig forseti Íslands. Við settumst niður með honum í Thomsen-stofu á Bessastöðum og ræddum um söguna og sérstaklega nokkuð sem er ástríða bæði Flosa og Guðna: Þorskastríðin.
Wednesday Mar 24, 2021
#45 Svarta svalan
Wednesday Mar 24, 2021
Wednesday Mar 24, 2021
Umfjöllunarefni þáttarins er maður að nafni Eugene Bullard. Hann var fæddur í suðurríkjum Bandaríkjanna árið 1895. Bullard var svartur á hörund og hann ákvað á barnsaldri að hann yrði að komast burt. Hann hafði heyrt föður sinn segja frá landi í Evrópu þar sem „litað“ fólk væri ekki ofsótt og myrt eins og var allt of algengt á heimaslóðum Bullards. Þangað ákvað Bullard að fara og við tók sérlega viðburðarík ævi. Saga Bullards er saga mótlætis og illsku en einnig af hugrekki og sigrum.
Wednesday Mar 17, 2021
#44 Ógnin í austri
Wednesday Mar 17, 2021
Wednesday Mar 17, 2021
Nágrannar þeirra höfðu vitað af þeim í hundruðir ára en óttuðust þá ekki. Enda þóttu þeir á lægra menningarstigi og gerðu meira af því að berjast innbyrðis en herja á aðra. Einn maður átti eftir að breyta því algjörlega og leggja grunninn að stærsta og víðfeðmasta heimsveldi sögunnar.
Wednesday Mar 10, 2021
#43 Sírópsflóðið mikla
Wednesday Mar 10, 2021
Wednesday Mar 10, 2021
Flest þekkjum við náttúruhamfarir. Ef ekki af eigin reynslu, þá af afspurn. Yfirleitt er orðið „flóð“ tengt við vatn en getur verið að það hafi einhvern tíma orðið flóð sem innihélt síróp en ekki vatn? Það hljómar ótrúlega en slíkt hefur gerst og var allt annað en skemmtilegt fyrir fólkið sem lenti í þeim hryllingi.
Wednesday Mar 03, 2021
#42 Fátækt fólk
Wednesday Mar 03, 2021
Wednesday Mar 03, 2021
Flosi fékk nett áfall við að heyra að Baldur les ekkert „nema texta á Netflix“. Því fékk hann þá hugmynd að segja Baldri frá einni af sínum uppáhalds bókum og hví hann telur hana mikilvæga. Bókin lýsir ástandi á bæjum á Norðurlandi upp úr aldamótunum 1900. Sérstaklega er sjónum beint að þeim sem voru föst í fátæktargildru og þurftu að láta börn sín frá sér. Tryggvi Emilsson, höfundur bókarinnar, var „niðursetningur“ en svo voru þeir kallaðir sem hreppsyfirvöld settu á ýmsa bæi og borguðu með. „Sveitarómagi“ er annað orð yfir þetta. Misgóð var þessi vist og kemur það vel fram í bókinni.
Wednesday Feb 24, 2021
#41 Með holu í höfði
Wednesday Feb 24, 2021
Wednesday Feb 24, 2021
Þetta átti að vera venjulegur dagur í vinnunni. Einn lítill neisti breytti því allverulega. Raunar varð líf hans aldrei samt og allra síst hans geð og þróttur. Í þessum þætti skoðum við mál sem enn er, nærri tvöhundruð árum síðar, tilefni umræðna og virtra læknisgreina. Atriði í þættinum gætu valdið óhug.
Saturday Feb 20, 2021
#A6 Svik, svindl og sviðin jörð
Saturday Feb 20, 2021
Saturday Feb 20, 2021
Í þessum aukaþætti er sagt frá manni sem var heldur áfjáður í frægð og frama, sama hvað það kostaði. Lygar og innantóm loforð voru honum engin hindrun. Margir telja hann mesta og versta svikahrapp sögunnar.
Wednesday Feb 17, 2021
#40 Þöggun þjóðar
Wednesday Feb 17, 2021
Wednesday Feb 17, 2021
Í þessum þætti skoðum við fortíðarvanda sem ýmsar þjóðir burðast með og þær aðferðir sem stundum eru notaðar til að fegra söguna. Eitt ákveðið land í Evrópu er sérstaklega tekið fyrir.
Wednesday Feb 10, 2021
#39 Wilhelm Gustloff
Wednesday Feb 10, 2021
Wednesday Feb 10, 2021
Flestir kannast við söguna af skipinu Titanic og örlagaríkri ferð þess vestur um haf árið 1912. Fæstir vita þó að miðað við versta skipsskaða sögunnar er mannfall í Titanic-slysinu lítið í samanburði. Af hverju höfum við þá svo lítið heyrt um Wilhelm Gustloff? Það er ákveðin skýring á því og við kryfjum þetta allt í þessum þætti.
Wednesday Feb 03, 2021
#38 María og leyndardómur bikblendisins
Wednesday Feb 03, 2021
Wednesday Feb 03, 2021
Hún vildi fara í háskóla og verða vísindamaður. Vandamálið var þó að konum var ekki leyft að stunda nám við háskóla í hennar heimalandi. En þessi magnaða manneskja lét það ekki stöðva sig, frekar en nokkuð annað. Í þessum þætti skoðum við sögu Marie Cure sem er óumdeilanlega einn merkasti vísindamaður sögunnar.
Wednesday Jan 27, 2021
#37 Orrustan undarlega
Wednesday Jan 27, 2021
Wednesday Jan 27, 2021
Maímánuður 1945. Adolf Hitler hefur framið sjálfsmorð og flestir þýskir hermenn gefist upp fyrir herjum Bandamanna. Þó berjast enn fanatískar sveitir SS-manna sem neita að trúa því að nasisminn sé úr sögunni. Í þessum þætti tökum við fyrir einn af seinustu bardögum stríðsins sem átti sér stað í austurrísku ölpunum. Hann skipti ekki sköpum í mannkynssögunni en þó hafa verið skrifaðar um hann bækur og til stendur að gera kvikmynd um hann. Ástæðan er sú að þátttakendur og kringumstæður allar eru svo lygilegar að maður trúir því varla að þetta hafi gerst í raun.
Wednesday Jan 20, 2021
#36 Óði ýtustjórinn
Wednesday Jan 20, 2021
Wednesday Jan 20, 2021
Hvað gerum við ef við teljum okkur vera beitt misrétti? Líklega reyna flestir að fara löglegu leiðina en hvað ef það virðist ekki duga? Þáttur dagsins fjallar um mann sem fannst hann hafa verið króaður af úti í horni. Að lokum taldi hann aðeins eina leið vera í boði. Það var leið hefndar og eyðileggingar.