#61 Skálmöld

Oft er talað um hinar „myrku“ miðaldir. Það hlýtur því að vekja upp þá spurningu hvort eitthvað ljós hafi kviknað sem hrakti þetta myrkur á brott? Svarið við því er já. Ljósið kallast í daglegu tali Upplýsingin. Það er ein magnaðasta hugarfarsbylting í sögu mannkyns. Allt var endurskoðað, t.d. vísindi, heimspeki, trúarbrögð og lögfræði. Fólk fór að velta fyrir sér hlutverki og ekki síst: Hlutskipti mannfólksins. Völd konunga og kirkjunnar minnkuðu. Einnig komu fram nýjar hugmyndir um afbrot, refsingar og réttlæti. Ýmsir vildu sýna mildi en aðrir halda fast í gömlu refsigleðina, því annars myndi glæpum fjölga. Í byrjun 19. aldar hugsuðu margir að eitthvað gæti verið til í þessu því öldin hófst með morðum og ránum í mörgum landshlutum. Fólk talaði um „spillt aldarfar“. Í þessum þætti ræðum við þetta allt. Flosi fær svo tækifæri til að segja Baldri frá sínu uppáhalds íslenska sakamáli: Morðunum á Sjöundá, á Rauðasandi.

Share | Download

Episodes Date

Load more

Podbean App

Play this podcast on Podbean App