Episodes
Wednesday Jan 04, 2023
#125 Nikola Tesla
Wednesday Jan 04, 2023
Wednesday Jan 04, 2023
Lengi vel var serbneski uppfinningamaðurinn Nikola Tesla þekktur sem maður sem hafði hugsað stórt en ekki komið megninu af hugmyndum sínum í verk. Samt var og er óumdeilt að hann hafi lagt sitt af mörkum á þeim tíma er vísinda og uppfinningamenn voru að leggja drög að þeirri vinnu sem átti eftir að skila okkur nútímafólkinu hreint stórkostlegum uppfinningum sem ekkert okkar gæti hugsað sér að vera án. Á seinni árum og sérstaklega með tilkomu Internetsins hefur umræðan um Tesla þó tekið á sig nokkurn sérstakan blæ. Hann hefur verið kallaður mikilvægasti uppfinningamaður allra tíma, verið ljósárum á undan öllum öðrum en afbrýðisöm illmenni á borð við Thomas Edison hafi haldið aftur af honum. Honum hafa verið eignaðar svo margar uppfinningar að ekki er nokkur vafi á Tesla sé ein ótrúlegasta mannvera sögunnar ef þetta er satt. En þar liggur efinn: Hvað er satt og hvað ekki? Þeir eru til sem trúa því án efa að Tesla hafi fundið upp m.a. fyrsta eiginlega riðstraumskerfið, radarinn, örbylgjusendinn, spennubreytinn, hátalarann og jafnvel flúrlampann. Ýmislegt fleira er eignað honum. Hví er þá Nikola Tesla ekki alls staðar viðurkenndur sem mesti uppfinningamaður og tæknifrumkvöðull allra tíma? Ef allt er satt sem um hann er sagt, ættu í raun að vera styttur af honum í öllum höfuðborgum veraldar. Í þessum þætti reynum við að skoða sögu þessa manns betur og fá úr því skorið hvort Nikola Tesla er hrein mýta, glæpsamlega vanmetinn eða sambland af hvoru tveggja.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Version: 20240731