Episodes
Wednesday Oct 05, 2022
#117 Byltingin á Haítí
Wednesday Oct 05, 2022
Wednesday Oct 05, 2022
Líklega þekkja flestir til byltinganna í Ameríku 1776 og Frakklandi 1789. Þessir atburðir eru oft nefndir sem mikilvægt skref í átt að frelsi og lýðræði í veröldinni. Vissulega eru þetta merkisatburðir og höfðu gífurleg áhrif. Þó vill oft gleymast að þessar þjóðir veittu ekki öllum í ríkinu frelsi og réttindi. Í ríkjunum voru enn margar milljónir fólks sem höfðu verið svipt frelsi sínu og það breyttist ekki. Bæði Bandaríkin og Frakkland héldu áfram þrælahaldi með tilheyrandi ofbeldi og dauða. Lang arðbærasta nýlenda Frakka var Saint - Domingue, á eyjunni Hispaniola. Þar stritaði mikil fjöldi þræla við hryllilegan aðbúnað. Þeir sem ekki létust vegna harðræðis þrælahaldara máttu þola ásókn moskítóflugna sem báru með sér banvæna sjúkdóma eins og malaríu og gulusótt. Harðneskjan var svo grimmileg að jafnvel konungur Frakklands reyndi að stemma stigu við ofbeldinu. En allt kom fyrir ekki. Að lokum sauð upp úr og þrælarnir gerðu uppreisn gegn kvölurum sínum. Byltingin á Haítí er eina þrælabylting sögunnar sem ekki tókst að berja niður. Hún er ein áhrifamesta og merkilegasta uppreisn sögunnar og á skilið meiri umfjöllun.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Version: 20240731