Episodes

Wednesday Jul 22, 2020
#10 Stelpur í stríði
Wednesday Jul 22, 2020
Wednesday Jul 22, 2020
Orrustur og bardagar hafa löngum verið tengd við karlmennsku og konur taldar óhæfar í slíkt. Sagan sýnir þó aðra hlið á því.

Wednesday Jul 15, 2020
#9 Elskaður faðir og morðingi
Wednesday Jul 15, 2020
Wednesday Jul 15, 2020
Hvernig bregst þú við ef kletturinn í lífi þínu er alls ekki það sem hann virtist vera? Athugið! Sumt í þættinum gæti valdið óhugnaði.

Wednesday Jul 08, 2020
#8 Ísland: Helvíti á jörðu
Wednesday Jul 08, 2020
Wednesday Jul 08, 2020
Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi svakalegustu náttúruhamfarir Íslandssögunnar og hnattræn áhrif þeirra.

Wednesday Jul 01, 2020
#7 Dauðinn í háloftunum
Wednesday Jul 01, 2020
Wednesday Jul 01, 2020
Í ár eru 80 ár frá einni mikilvægustu orrustu seinni heimsstyrjaldar. Hverjir voru „hinir fáu“ og hvernig í ósköpunum tengist þungarokkssveitin Iron Maiden þessu?

Wednesday Jun 24, 2020
#6 Í iðrum jarðar
Wednesday Jun 24, 2020
Wednesday Jun 24, 2020
Þáttur dagsins inniheldur engin morð né annað ofbeldi en efnið er þó óhugnanlegt, sorglegt og sérstaklega er fólk sem haldið er innilokunarkennd varað við.

Wednesday Jun 17, 2020
#5 Hin eitraða Gloria
Wednesday Jun 17, 2020
Wednesday Jun 17, 2020
Í næsta þætti halda þeir Baldur og Flosi áfram að ræða um hverfulleika lífsins og hvort landbúnaður í Albaníu á sjötta áratug síðustu aldar geti mögulega verið efni í hlaðvarp. Aðal umræðuefnið verður þó afar dularfullt mál sem enn veldur mörgum heilabrotum: Hví fór skyndilega allt í bál og brand á bráðamóttöku í Bandaríkjunum eitt febrúarkvöld árið 1994?

Wednesday Jun 10, 2020
#4 Sjóveikir breskir drengir hernema Ísland 1940
Wednesday Jun 10, 2020
Wednesday Jun 10, 2020
Hvað voru rúmlega 700 sjóveikir, breskir unglingar með alvæpni að aðhafast í Reykjavík snemma morguns þann 10. maí árið 1940? Hver var þýski SS-maðurinn í húsinu við Túngötu? Hvernig breyttu bakmeiðsli húsvarðarins Íslandssögunni? Þetta allt og meira til í Draugum fortíðar!

Wednesday Jun 03, 2020
#3 Larry fer á flug
Wednesday Jun 03, 2020
Wednesday Jun 03, 2020
Í dag fjalla Baldur og Flosi um daginn sem Larry Walters lét sinn stærsta draum rætast eftir 20 ára þrotlausa bið. Þann 2. júlí árið 1982 tókst Larry loks á flug.

Wednesday May 27, 2020
#2 Hinn dularfulli D. B. Cooper
Wednesday May 27, 2020
Wednesday May 27, 2020
Baldur og Flosi spjalla um eitt furðulegasta og djarfasta flugrán sögunnar. Hver var hann og hvað gekk honum til?

Wednesday May 27, 2020
#1 Hvað gerðist í Dyatlov-skarði 1959?
Wednesday May 27, 2020
Wednesday May 27, 2020
Í fyrsta þætti af Draugum fortíðar skoða Baldur og Flosi eitt óhugnanlegasta, sorglegasta og dularfyllsta mál síðustu aldar. Óþekktir náttúrukraftar? Rauði herinn? Geimverur? Hvað gerðist eiginlega eina kalda febrúarnótt í Rússlandi árið 1959?

