Episodes
Wednesday Sep 16, 2020
#18 Pólska stríðshetjan frá Dalvík
Wednesday Sep 16, 2020
Wednesday Sep 16, 2020
Hann flutti til Íslands 1974 og bjuggust flestir við því að líf hans yrði rólegt og eðlilegt. En örlögin tóku í taumana og skyndilega var Pólverjinn ungi dreginn inn í harkaleg átök gegn einu frægasta herveldi sögunnar.
Wednesday Sep 09, 2020
#17 Blekkingarmeistarinn frá Barcelona
Wednesday Sep 09, 2020
Wednesday Sep 09, 2020
Hann vildi koma að gagni í baráttunni gegn alræðisöflunum en enginn vildi aðstoð hans. Því ákvað hann að gera þetta sjálfur. Baldur og Flosi ræða hér um einstakan mann sem kenndi sjálfum sér og varð einn besti njósnari sögunnar.
Wednesday Sep 02, 2020
#16 Hinn svarti satansseyður
Wednesday Sep 02, 2020
Wednesday Sep 02, 2020
Fyrir óralöngu tók geitahirðir í Eþíópíu eftir því að geitur hans hegðuðu sér undarlega. Baldur og Flosi ræða hér um nokkuð sem fór sigurför um heiminn, vakti gleði en einnig deilur og var jafnvel bannað á ýmsum stöðum.
Wednesday Aug 26, 2020
#15 Vargar í Vestmannaeyjum
Wednesday Aug 26, 2020
Wednesday Aug 26, 2020
Hverjir voru þeir, hvers vegna komu þeir og hvaðan? Baldur og Flosi ræða einn þekktasta atburð Íslandssögunnar. Við vörum við óhugnaði.
Sunday Aug 23, 2020
#A2 Draugar forviða
Sunday Aug 23, 2020
Sunday Aug 23, 2020
Í þessum aukaþætti er sjónum beint að ástandi sem allir, bæði menn og málleysingjar, þekkja. Það getur verið gífurlega ánægjulegt en einnig svo átakanlegt að fólk býr þess aldrei bætur.
Wednesday Aug 19, 2020
#14 Blöðruhlauparinn mikli frá Persíu
Wednesday Aug 19, 2020
Wednesday Aug 19, 2020
Hér ræða Baldur og Flosi ótrúlegar áætlanir afar undarlegs manns. Spurningin er: Er rétt að hindra draum einhvers í að verða að veruleika, ef allir aðrir sjá að þetta er algjört feigðarflan og óðs manns æði?
Wednesday Aug 12, 2020
#13 Einvígið mikla 1917
Wednesday Aug 12, 2020
Wednesday Aug 12, 2020
Loftorrustur fyrri heimsstyrjaldar hafa verið litaðar miklum ljóma og flugmenn þóttu arftakar hinna gömlu riddara. Raunveruleikinn var þó grimmur og blóðugur. Í þessum þætti ræða þeir Baldur og Flosi lýsingu á loftorrustu frá manni sem sjálfur tók þátt í henni.
Wednesday Aug 05, 2020
#12 Maðurinn í turninum
Wednesday Aug 05, 2020
Wednesday Aug 05, 2020
Hann kvartaði yfir sífelldum höfuðverk og hryllilegum hugsunum en læknar gátu lítið hjálpað. Að lokum tók hann hræðilega ákvörðun.
Wednesday Jul 29, 2020
#11 Aleinn á hafsbotni
Wednesday Jul 29, 2020
Wednesday Jul 29, 2020
Vanalega bíður ekkert nema dauðinn þeirra sem sökkva með skipi niður á hafsbotn. Eða hvað?
Sunday Jul 26, 2020
#A1 Berfætti bandítinn
Sunday Jul 26, 2020
Sunday Jul 26, 2020
Í dag fer fyrsti óvænti aukaþáttur Drauga fortíðar í loftið. Hann er með aðeins öðru sniði en þættirnir hingað til en er engu að síður í fullri lengd, já og vel það. Í dag ræða Baldur og Flosi hann Colton Harris Moore sem er betur þekktur sem Berfætti bandítinn.
Wednesday Jul 22, 2020
#10 Stelpur í stríði
Wednesday Jul 22, 2020
Wednesday Jul 22, 2020
Orrustur og bardagar hafa löngum verið tengd við karlmennsku og konur taldar óhæfar í slíkt. Sagan sýnir þó aðra hlið á því.
Wednesday Jul 15, 2020
#9 Elskaður faðir og morðingi
Wednesday Jul 15, 2020
Wednesday Jul 15, 2020
Hvernig bregst þú við ef kletturinn í lífi þínu er alls ekki það sem hann virtist vera? Athugið! Sumt í þættinum gæti valdið óhugnaði.
Wednesday Jul 08, 2020
#8 Ísland: Helvíti á jörðu
Wednesday Jul 08, 2020
Wednesday Jul 08, 2020
Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi svakalegustu náttúruhamfarir Íslandssögunnar og hnattræn áhrif þeirra.
Wednesday Jul 01, 2020
#7 Dauðinn í háloftunum
Wednesday Jul 01, 2020
Wednesday Jul 01, 2020
Í ár eru 80 ár frá einni mikilvægustu orrustu seinni heimsstyrjaldar. Hverjir voru „hinir fáu“ og hvernig í ósköpunum tengist þungarokkssveitin Iron Maiden þessu?
Wednesday Jun 24, 2020
#6 Í iðrum jarðar
Wednesday Jun 24, 2020
Wednesday Jun 24, 2020
Þáttur dagsins inniheldur engin morð né annað ofbeldi en efnið er þó óhugnanlegt, sorglegt og sérstaklega er fólk sem haldið er innilokunarkennd varað við.
Wednesday Jun 17, 2020
#5 Hin eitraða Gloria
Wednesday Jun 17, 2020
Wednesday Jun 17, 2020
Í næsta þætti halda þeir Baldur og Flosi áfram að ræða um hverfulleika lífsins og hvort landbúnaður í Albaníu á sjötta áratug síðustu aldar geti mögulega verið efni í hlaðvarp. Aðal umræðuefnið verður þó afar dularfullt mál sem enn veldur mörgum heilabrotum: Hví fór skyndilega allt í bál og brand á bráðamóttöku í Bandaríkjunum eitt febrúarkvöld árið 1994?
Wednesday Jun 10, 2020
#4 Sjóveikir breskir drengir hernema Ísland 1940
Wednesday Jun 10, 2020
Wednesday Jun 10, 2020
Hvað voru rúmlega 700 sjóveikir, breskir unglingar með alvæpni að aðhafast í Reykjavík snemma morguns þann 10. maí árið 1940? Hver var þýski SS-maðurinn í húsinu við Túngötu? Hvernig breyttu bakmeiðsli húsvarðarins Íslandssögunni? Þetta allt og meira til í Draugum fortíðar!
Wednesday Jun 03, 2020
#3 Larry fer á flug
Wednesday Jun 03, 2020
Wednesday Jun 03, 2020
Í dag fjalla Baldur og Flosi um daginn sem Larry Walters lét sinn stærsta draum rætast eftir 20 ára þrotlausa bið. Þann 2. júlí árið 1982 tókst Larry loks á flug.
Wednesday May 27, 2020
#2 Hinn dularfulli D. B. Cooper
Wednesday May 27, 2020
Wednesday May 27, 2020
Baldur og Flosi spjalla um eitt furðulegasta og djarfasta flugrán sögunnar. Hver var hann og hvað gekk honum til?
Wednesday May 27, 2020
#1 Hvað gerðist í Dyatlov-skarði 1959?
Wednesday May 27, 2020
Wednesday May 27, 2020
Í fyrsta þætti af Draugum fortíðar skoða Baldur og Flosi eitt óhugnanlegasta, sorglegasta og dularfyllsta mál síðustu aldar. Óþekktir náttúrukraftar? Rauði herinn? Geimverur? Hvað gerðist eiginlega eina kalda febrúarnótt í Rússlandi árið 1959?