Episodes
Wednesday Jan 13, 2021
#35 „Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem öskrar.“
Wednesday Jan 13, 2021
Wednesday Jan 13, 2021
Í þessum þætti tökum við fyrir alveg hreint ótrúlegt og skelfilegt atvik. Þetta er þó einnig frásögn af hetjudáð og hreysti. Best er að vara fólk með flughræðslu við þættinum, sum atriði gætu valdið óhug.
Wednesday Jan 06, 2021
#34 McNamara og ráðagerð 100.000
Wednesday Jan 06, 2021
Wednesday Jan 06, 2021
Við vörum við því að umfjöllunarefni þáttarins er svo nöturlegt að það gæti hreinlega farið afar illa í suma. Árið 1966 gekk illa hjá Bandaríkjunum í stríðinu við Norður-Víetnam og suður-víetnamska skæruliða. Þörf var á fleiri hermönnum en ekki var hægt að skikka fleiri í herinn án þess að allt færi í bál og brand heima fyrir. Þá fékk Róbert McNamara varnarmálaráðherra ákveðna hugmynd. Sú hugdetta hans átti eftir að valda ómældri þjáningu, harmi og dauða.
Wednesday Dec 30, 2020
#33 Árans árið
Wednesday Dec 30, 2020
Wednesday Dec 30, 2020
Áramótaþáttur okkar er með frekar léttu sniði. Við veltum því fyrir okkur hvaðan þessi hugmynd kemur, að skipta tímanum niður í hólf sem við köllum ár, mánuði, daga o.sv.frv. Draugar fortíðar þakka kærlega fyrir frábærar viðtökur á þessu hörmulega ári. 2020 virðist þegar orðið alræmt í minni og sögu.
Wednesday Dec 23, 2020
#32 Jólin og járnkrossinn
Wednesday Dec 23, 2020
Wednesday Dec 23, 2020
Það er komið að því að særa fram jóladrauga fortíðar. Þjóðverjar hafa löngum verið mikil jólaþjóð. Í desember árið 1914 logaði Evrópa þó í ófriði og flestir karlmenn fjarri heimilum sínum. Það stöðvaði þó ekki suma hermenn sem tókst í þessum ólíklegu aðstæðum að kalla fram sannkallaðan jólaanda.
Wednesday Dec 16, 2020
#31 Mygludjús fyrir mannkynið
Wednesday Dec 16, 2020
Wednesday Dec 16, 2020
Eins og venjulega var allt í drasli hjá honum. Skyndilega fann hann nokkuð sem hann hafði gleymt. Fyrir tilviljun kom hann auga á eitthvað einkennilegt. Sú tilviljun átti eftir að reynast mikilvæg fyrir mannkynið."
Wednesday Dec 09, 2020
#30 Í klettaskoru, krepptir liggjum...
Wednesday Dec 09, 2020
Wednesday Dec 09, 2020
Draugar fortíðar fjalla að þessu sinni um eitt þekktasta og dularfyllsta mál Íslandssögunnar. Hvað gerðist á hálendinu kalda síðla hausts árið 1780?
Wednesday Dec 02, 2020
#29 Blóðug sverð undir rísandi sól
Wednesday Dec 02, 2020
Wednesday Dec 02, 2020
Í þessum þætti verður ögn dreypt á sögu Japans og sérstaklega þjóðfélagsstétt sem nefndist Samurai. Við skoðum tvo af frægustu stríðsmönnum Japans en annar þeirra var kona. Það kemur nefnilega í ljós þegar nánar er að gáð að konur tóku virkan þátt í bardögum og vígaferlum í Japan til forna.
Saturday Nov 28, 2020
#A5 Hinn rafræni gapastokkur nútímans
Saturday Nov 28, 2020
Saturday Nov 28, 2020
Á öldum áður tíðkaðist að dæma fólk til setu í gapastokki fyrir minni háttar brot. Hinn seki var þá festur á fótum en stundum einnig höndum. Gapastokkar voru ekki síst til háðungar og niðurlægingar og voru því yfirleitt á torgum í bæjum, svo allir sæju hinn seka. Fólk gat því tekið þátt í refsingunni með því að skopast að eða jafnvel pynta viðkomandi. Hér á Íslandi voru engin þorp og gapastokkar því hafðir hjá kirkjum svo messugestir gætu skemmt sér yfir smán hins seka. Gapastokkar voru bannaðir með lögum á Íslandi árið 1809. En erum við hætt að hæða og smána opinberlega? Við ræðum það í þessum aukaþætti af Draugum fortíðar.
Wednesday Nov 25, 2020
#28 Góði nasistinn frá Nanjing
Wednesday Nov 25, 2020
Wednesday Nov 25, 2020
Stundum fellur gott fólk í þá gryfju að hrífast af varhugaverðri hugmyndafræði. Það henti manninn sem við fjöllum um í þessum þætti. Í heimalandi sínu er hann nær óþekktur en í stóru og fjölmennu ríki, langt frá heimkynnum hans, er hann þjóðhetja sem bjargaði þúsundum mannslífa. Vert er að vara við óhugnaði í þættinum.
Wednesday Nov 18, 2020
#27 Barist til þrautar
Wednesday Nov 18, 2020
Wednesday Nov 18, 2020
Flest höfum við heyrt um hetjulega baráttu Spartverja í Laugaskörðum árið 480 f.kr. Færri hafa líklega heyrt um orrustu í fjarrænu landi sem stendur okkur þó mun nær í tíma. Liðsmunurinn þar gerir það þó að verkum að þetta er eitt fræknasta dæmi sögunnar um herlið sem verst alveg til síðasta manns.
Wednesday Nov 11, 2020
#26 Dularfull örlög Dupont de Ligonnès fjölskyldunnar
Wednesday Nov 11, 2020
Wednesday Nov 11, 2020
Nú beinum við sjónum okkar að einu óhugnanlegasta og sorglegasta sakamáli síðustu ára. Hvað gerðist eiginlega í rólegu úthverfi í frönsku borginni Nantes í aprílbyrjun 2011?
Wednesday Nov 04, 2020
#25 Drephlægilegur dauðdagi?
Wednesday Nov 04, 2020
Wednesday Nov 04, 2020
Stundum er sem sorgin og gleðin séu systur því svo hárfín lína virðist milli hláturs og gráturs. Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi hvort hlæja megi að dauðanum eða ekki. Við skoðum sérstaklega ákveðin verðlaun, kenndan við heimsþekktan náttúrufræðing. Ólíkt öðrum verðlaunum þá vill enginn hljóta þessi.
Saturday Oct 31, 2020
#A4 Myrkur og meinlegar verur
Saturday Oct 31, 2020
Saturday Oct 31, 2020
Wednesday Oct 28, 2020
#24 Englands ofurgnægð af hreysti
Wednesday Oct 28, 2020
Wednesday Oct 28, 2020
Hví er orrustan við Agincourt 1415 svo greypt í þjóðarsál Breta? Hví segja sumir sagnfræðingar að riddaramennskan hafi dáið þennan dag? Hví er enski langboginn alltaf nefndur í sömu andrá og Agincourt? Þetta allt, og meira til, í Draugum fortíðar í dag!
Wednesday Oct 21, 2020
#23 Flaugar og fjölkynngi
Wednesday Oct 21, 2020
Wednesday Oct 21, 2020
Ævi hans varð stutt en einstaklega viðburðarrík. Inn í sögu hans blandast geimferðakapphlaup stórveldanna, galdrakukl, kynsvall, Vísindakirkjan og vigt á Landspítalanum sem bara hreinlega hlýtur að vera biluð!
Wednesday Oct 14, 2020
#22 Paraskavedekatriaphobia
Wednesday Oct 14, 2020
Wednesday Oct 14, 2020
Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi viðburð sem ber upp u.þ.b tvisvar á ári. Hví hræðast hann svo margir? Hver er saga hans? Ef þú þjáist af þeirri fóbíu sem þátturinn er nefndur eftir, ja...þá gætir þú fundið fyrir kvíða eða hreinlega ofsahræðslu!
Wednesday Oct 07, 2020
#21 Vetrarstríðið
Wednesday Oct 07, 2020
Wednesday Oct 07, 2020
Fyrir um 80 árum barðist litla Finnland fyrir lífi sínu gegn risaveldinu Sovétríkjunum. Stríðið er merkilegt í alls konar samhengi og ekki síst viðbrögð Íslendinga við því.
Wednesday Sep 30, 2020
#20 Nýaldarnasistinn sem Hekla huggaði
Wednesday Sep 30, 2020
Wednesday Sep 30, 2020
Enn og aftur er fjallað um afar sérstaka manneskju með afar sérstaka heimsmynd. Nasismi og austræn heimspeki er ekki eitthvað sem maður tengir saman í fyrstu en í augum sumra er þetta nátengt. Já, og svo kemur íslenska eldfjallið Hekla við sögu.
Wednesday Sep 23, 2020
#19 Útlagar á eyðilandi
Wednesday Sep 23, 2020
Wednesday Sep 23, 2020
Baldur og Flosi skoða í þessum þætti það fólk sem einhverra hluta vegna gat ekki lifað í sátt við samfélagið á öldum áður og leitaði til fjalla. Sérstaklega er sjónum beint að frægasta útlaga Íslandssögunnar.
Saturday Sep 19, 2020
#A3 Georg stórnefur
Saturday Sep 19, 2020
Saturday Sep 19, 2020
Í aukaþætti dagsins ræða Baldur og Flosi þjóðvegaræningjann Georg stórnef, undarleg örlög hans og þá sérstaklega toppstykkisins.