Episodes
Wednesday Jan 05, 2022
#86 Joseph Beyrle
Wednesday Jan 05, 2022
Wednesday Jan 05, 2022
Sögusviðið er seinni heimsstyrjöld 1944 -1945. 19 ára gamall drengur frá Michican-fylki í Bandaríkjunum kastar sér niður í fallhlíf yfir Frakklandi. Hann er fljótt tekinn til fanga og færður í þýskar fangabúðir. Þaðan reynir hann ítrekað að sleppa og tekst það nokkrum sinnum en alltaf handsamaður aftur. Í eitt skiptið nær hin illræmda Gestapó honum og hann er heppinn að lifa af þau kynni. Að lokum sleppur hann og finnur sovéska skriðdrekasveit sem stjórnað er af Alessöndru Samusenku, eini skriðdrekaforinginn í síðari heimsstyrjöld sem var kona. Með þeim tekst vinátta, Josehp berst með sovéska hernum og tekst meira að segja að frelsa fangabúðirnar þar sem hann sjálfur var í haldi. Sumar sögur eru þannig að maður hugsar: "Af hverju er ekki búið að gera kvikmynd um þetta!?" Þetta er ein af þeim sögum. Joseph Beyrle er bandarísk hetja en hann er jafnvel enn meiri hetja í Rússlandi, einnig í nútímanum. Vandamálið er bara að Rússland og Vesturlönd hafa nær aldrei verið neitt sérstakir vinir. Þess vegna er þessi kvikmynd ekki til. Nú er þó til íslenskur hlaðvarðsþáttur um hina ótrúlegu sögu Joseph Beyrle.
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Dec 29, 2021
#85 Málmurinn sem mótaði mannkynið
Wednesday Dec 29, 2021
Wednesday Dec 29, 2021
Þáttur dagsins fjallar um samband mannkynsins við efni. Nánar tiltekið ákveðinn málm. Erfitt er að ímynda sér heiminn og allt það sem mannkynið hefur áorkað ef fólk hefði aldrei náð að höndla þetta efni sem forfeður okkar og mæður trúðu að væri gjöf frá guðunum. Hér er ekki um að ræða glitrandi gull, skínandi silfur eða krúttlegan kopar. Málmurinn sem mótaði mannkynið er hið gráa og harða STÁL.
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Dec 22, 2021
#84 Japan verður stórveldi
Wednesday Dec 22, 2021
Wednesday Dec 22, 2021
Í þessum mánuði var þess minnst í Bandaríkjunum að 80 ár voru liðin frá því að keisaraveldið Japan réðst með herafli gegn þeim. Bandaríkjamenn tala oft um þessa árás sem huglausa og að hún hafi komið fullkomlega á óvart. Bandaríkin hafi ekki átt neitt sökótt við Japan. Getur það verið? Árið 1853 sigldi bandarískur floti til Japan og hótaði öllu illu, fengju þeir ekki sínu framgengt. Hvað gekk þeim til? Gæti þetta allt verið tengt? Var nýlendustefnunni aðeins framfylgt í Afríku, ekki Asíu? Í þessum þætti skoðum við hversu mikilvægt er að skoða mannkynssöguna frá öllum sjónarhornum.
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Dec 15, 2021
#83 Átökin á Norður-Írlandi
Wednesday Dec 15, 2021
Wednesday Dec 15, 2021
Í þessum þætti er fjallað um átökin á Norður-Írlandi sem Írar kalla vanalega "The Troubles". Íslendingar eru vanir því að þurfa að kljást við óblíð náttúruöfl. Sem betur fer höfum við sama sem ekkert kynnst því að eiga í illdeilum við aðrar þjóðir. Hvað þá að hópar innan þjóðarinnar sjálfrar berist á banaspjótum. Ein nágrannaþjóð hefur aftur á móti fengið að kynnast því allt of vel. Það eru íbúar Írlands, eyjunnar grænu í suðri. Í 30 ár ríkti þar óöld og nánast borgarastyrjöld. Breski herinn mætti á svæðið og átti að stilla til friðar. Nærvera hans gerði þó aðeins illt verra.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Rokksafn Íslands sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Dec 08, 2021
#82 Hefnd af himnum ofan
Wednesday Dec 08, 2021
Wednesday Dec 08, 2021
Líklega hafa fæst okkar upplifað sanna hefndarlöngun. Hér er átt við hefnd sem sprottin er af djúpstæðu hatri. Löngun til að valda fólki alvarlegum skaða eða dauða. Belgíski baróninn Jean de Selys Longchamps brann af hatri. Hatrið í honum dofnaði ekki, þvert á móti. Að lokum lét hann til skarar skríða. Baróninn hafði yfir að ráða einni fullkomnustu vígvél samtímans. Hefndaraðgerð hans myndi hafa áhrif og vekja athygli.
Það eru Borg Brugghús, Bríó og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Dec 01, 2021
#81 Litli risinn
Wednesday Dec 01, 2021
Wednesday Dec 01, 2021
Strax í barnæsku var ljóst að Richard Flaherty yrði dvergvaxinn. Hann mátti þola mikla stríðni og erfiðleika vegna vaxtarlagsins. En Richard sneri vörn í sókn, hóf að æfa bardagalistir af miklum móð og ákvað að gerast hermaður. Hann fékk undanþágu til að komast í herinn en þá var Richard aðeins 144 sentimetrar. Þetta stöðvaði ekki Richard sem rakaði til sín heiðurspeningum fyrir frækilega framgöngu. Auk þess að vera sérsveitarmaður í bandaríska hernum, vann Richard einnig fyrir CIA og ATF. Lífshlaup hans var einfaldlega alveg magnað.
Draugar fortíðar eru í boði Borg Brugghús og Bríó. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Nov 24, 2021
#80 Draugar
Wednesday Nov 24, 2021
Wednesday Nov 24, 2021
Stuðningsfólk okkar á Patreon fær reglulega að velja um nokkur efni sem þau vilja heyra okkur taka fyrir. Að þessu sinni stóð valið á milli þriggja fyrirbæra úr íslenskum þjóðsögum en það voru draugar, tröll og huldufólk. Skemmst er frá því að segja að draugarnir sigruðu með yfirburðum. Það er kannski vel við hæfi. Bæði passar það vel við nafnið á hlaðvarpinu en einnig spilar það mögulega inn í að draugar eru Íslendingum afar hugleiknir. Kannanir sýna að yfir 70% Íslendinga telja mjög líklegt eða öruggt að vofur og afturgöngur séu raunveruleg fyrirbrigði. Í þessum þætti skoðum við þetta nánar og segjum aðeins frá helstu draugum íslenskra þjóðsagna.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Hér finnið þið Patreon-ið
Wednesday Nov 17, 2021
#79 Togaraskelfirinn
Wednesday Nov 17, 2021
Wednesday Nov 17, 2021
Flestum er kunnugt um fiskveiðideilur við Bretland og fleiri ríki á seinni hluta 20. aldar sem í daglegu tali eru kölluð "þorskastríðin." Þetta vandamál nær þó mun lengra aftur enda var það þegar á síðmiðöldum að útlendingar hófu að senda hingað fiskiskip. Iðnbyltingin gerði það þó að verkum að í lok 19. aldar voru þetta ekki lengur seglskip, heldur stórir stáltogarar sem létu greipar sópa, Íslendingum til mikils ama. Danmörk átti að sjá um landhelgisgæslu og sendu hingað skip til að fylgjast með landhelgisbrjótum. Íslendingar voru yfirhöfuð óánægðir með störf þeirra. Þeir þóttu linir og ragir við að stugga við togurum stórþjóða. Oft veiddu erlendir togarar langt innan landhelgi og fóru í engu eftir lögum. Þetta breyttist þó vorið 1905 er hingað kom varðskipið Hekla og skipherrann Carl Georg Schack. Hann varð fljótlega alræmdur meðal erlendra fiskimanna en Íslendingar litu á hann sem þjóðhetju. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur gaf honum viðurnefni sem lýsir honum vel: Togaraskelfirinn.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Nov 10, 2021
#78 Plast
Wednesday Nov 10, 2021
Wednesday Nov 10, 2021
Erfitt er að ímynda sér hvernig heimurinn var áður en plast var fundið upp. Matarílát voru iðulega úr postulíni, viði og jafnvel málmi. Auk þess voru alls kyns dýraafurðir notaðar í miklum mæli. Plastið er ótrúlegt efni, svo endingargott að það tekur margar aldir að brotna fullkomlega niður. Það þýðir að nær allt plast sem hefur verið framleitt er enn á plánetunni í einhverjum mæli. En þessi kostur plastsins er einnig þess stóri ókostur. Auk þess er framleiðsla á því að aukast, ekki minnka. Mest af því notum við aðeins einu sinni og svo er því hent. Ekki sérlega gáfuleg notkun á efni sem endist í 500 ár. Í þessum þætti skoðum við sérstaklega áhrif þess á nokkuð sem er báðum þáttastjórnendum kært: Hafið.
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Nov 03, 2021
#77 STASI Football Club
Wednesday Nov 03, 2021
Wednesday Nov 03, 2021
Erfitt er að lýsa kalda stríðinu og því ástandi sem var í Evrópu á þeim tíma, fyrir þeim er ekki upplifðu þetta. Annar þáttastjórnenda man eftir þessum tíma og kannski sérstaklega eftir ákveðnu landi í Austurblokkinni sem ekki er lengur til en það var Alþýðulýðveldið Austur-Þýskaland. Þar var afar illræmd leynilögregla sem sá um öryggi ríkisins. Hún hét Staatssicherheitsdienst en var iðulega kölluð Stasi. Flestum ber saman um að þetta sé ein skipulagðasta leyniþjónusta sögunnar en einnig sú illræmdasta. Stasi njósnuðu um óvini ríkisins en virtust telja að mesta hættan væri innan frá. Því voru það aðallega íbúar Austur-Þýskalands sem urðu fyrir barðinu á þeim. Stasi var ekkert óviðkomandi. Hún skipti sér jafnvel af fótbolta og Berlínarliðið BFC Dynamo, almennt kallað Dynamo Berlín, varð óopinbert lið leyniþjónustunnar og þeirra sem studdu hið kommúníska kerfi. Þangað fóru bestu leikmennirnir og dómarar áttu ekki von á góðu ef þeir dæmdu ekki Dynamo í vil. Hitt liðið í Austur-Berlín var Union Berlín. Vegna þessarar gríðarlegu misskiptingar varð Union lið þeirra sem hötuðu Stasi og hin kommúnísku stjórnvöld.
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Oct 27, 2021
#76 Idi Amin
Wednesday Oct 27, 2021
Wednesday Oct 27, 2021
Sumt í þessum þætti getur valdið óhug. Hann er enn í dag einn þekktasti einræðisherra sögunnar. Idi Amin rændi völdum í Úganda árið 1971. Við tók tímabil sem eldra fólk í landinu á enn erfitt með að ræða um. Stjórnarfarið einkenndist af taumlausri vænisýki og ótrúlegri grimmd. Í þessum þætti reynum við að skoða hvort mögulegt sé að einhverjar af þeim hræðilegu sögum sem gengu af Amin séu mögulega ýkjur. Sagt var t.d. að í glæsivillu hans hefði meðal annars fundist ísskápur fullur af mannakjöti og að hinn mikli leiðtogi hefði reglulega lagt það sér til munns. Einnig er vert að skoða úr hvaða umhverfi Amin kom en í það blandast sagnir af hinni illræmdu nýlendustefnu stórvelda Evrópu en Úganda var mjög lengi undir stjórn Breta.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Agla gosgerð og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Friday Oct 22, 2021
#LD1 Villta vestrið | Hljóðkirkjan & áhorfendur
Friday Oct 22, 2021
Friday Oct 22, 2021
Það eru eflaust fá tímabil í mannkynssögunni sem hafa ratað jafn oft á blaðsíður skáldsagna, leiksviðið eða hvíta tjaldið, eins og hið svokallaða "villta vestur" á 19. öld. Nær allir jarðarbúar kannast við sögur af harðduglegum kúrekum, blóðþyrstum indíánum og illmennum sem skjóta hvorn annan með köldu blóði í harðvítugu einvígi þar sem skjótasta skyttan sigrar. En hvar endar raunveruleikinn og skáldskapur tekur við? Hvernig stendur á því að kúrekar biómyndanna eru alltaf hvítir karlmenn? Hvar eru konurnar? Voru frumbyggjar alltaf í vígahug? Við nánari skoðun kemur í ljós að nánast ekkert úr kvikmyndunum er raunsönn lýsing á villta vestrinu og raunar var það ekkert sérstaklega "villt"!
Þessi þáttur var tekinn upp á fyrsta lifandi viðburði Hljóðkirkjunnar þann 7. október 2021 á Húrra, en þar hittu Draugarnir fólk í fyrsta sinn.
Wednesday Oct 20, 2021
#75 Satan fer til Svíþjóðar
Wednesday Oct 20, 2021
Wednesday Oct 20, 2021
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Oct 13, 2021
#74 Drátthagi dráparinn
Wednesday Oct 13, 2021
Wednesday Oct 13, 2021
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Oct 06, 2021
#73 Skelfdi skógarhöggsmaðurinn
Wednesday Oct 06, 2021
Wednesday Oct 06, 2021
Það eru Borg Brugghús/Bríó sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Sep 29, 2021
#72 Arnarflug
Wednesday Sep 29, 2021
Wednesday Sep 29, 2021
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Agla Gosgerð og Síminn Pay sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Sep 22, 2021
#71 Lygum hæfa laun ill
Wednesday Sep 22, 2021
Wednesday Sep 22, 2021
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Agla Gosgerð sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Sep 15, 2021
#70 Súffragettur
Wednesday Sep 15, 2021
Wednesday Sep 15, 2021
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Sep 08, 2021
#69 Egill Skalla-Grímsson
Wednesday Sep 08, 2021
Wednesday Sep 08, 2021
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Karolina Fund sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon
Wednesday Sep 01, 2021
#68 Eyðimerkurstríðið
Wednesday Sep 01, 2021
Wednesday Sep 01, 2021
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Síminn Pay sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon