Episodes
Wednesday Jun 01, 2022
#99 Paolo og plastbarkinn
Wednesday Jun 01, 2022
Wednesday Jun 01, 2022
Í þessum þætti skoðum við ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini. Hann þótti á sínum tíma einn fremsti læknir veraldar og var talið að aðgerðir hans myndu lyfta grettistaki og valda byltingu í líffæraígræðslum. Svo reyndist ekki vera og Macchiarini er nú miðpunktur í einu mesta hneykslismáli í gjörvallri sögu læknisfræðinnar. Það mál teygir jafnvel anga sína til Íslands því einn af þeim sem var svo óheppinn að lenda undir hnífnum hjá Macchiarini var Andemariam Beyene sem var þá námsmaður á Íslandi. Þetta mál er ógeðfellt og sorglegt. Því vörum við því að sumt sem fjallað er um getur valdið hlustendum óþægindum.
Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér.