Episodes
Wednesday Nov 17, 2021
#79 Togaraskelfirinn
Wednesday Nov 17, 2021
Wednesday Nov 17, 2021
Flestum er kunnugt um fiskveiðideilur við Bretland og fleiri ríki á seinni hluta 20. aldar sem í daglegu tali eru kölluð "þorskastríðin." Þetta vandamál nær þó mun lengra aftur enda var það þegar á síðmiðöldum að útlendingar hófu að senda hingað fiskiskip. Iðnbyltingin gerði það þó að verkum að í lok 19. aldar voru þetta ekki lengur seglskip, heldur stórir stáltogarar sem létu greipar sópa, Íslendingum til mikils ama. Danmörk átti að sjá um landhelgisgæslu og sendu hingað skip til að fylgjast með landhelgisbrjótum. Íslendingar voru yfirhöfuð óánægðir með störf þeirra. Þeir þóttu linir og ragir við að stugga við togurum stórþjóða. Oft veiddu erlendir togarar langt innan landhelgi og fóru í engu eftir lögum. Þetta breyttist þó vorið 1905 er hingað kom varðskipið Hekla og skipherrann Carl Georg Schack. Hann varð fljótlega alræmdur meðal erlendra fiskimanna en Íslendingar litu á hann sem þjóðhetju. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur gaf honum viðurnefni sem lýsir honum vel: Togaraskelfirinn.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon