Episodes

Wednesday Mar 01, 2023
#133 Terry Jo Duperrault
Wednesday Mar 01, 2023
Wednesday Mar 01, 2023
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna

Wednesday Feb 01, 2023
#129 Grettir Ásmundarson
Wednesday Feb 01, 2023
Wednesday Feb 01, 2023
Í þessum þætti skoðum við aðalsöguhetju Grettis sögu sem er ein sú þekktasta af Íslendingasögunum. Raunar verður að spyrja sig hvort rétt er að nota orðið „hetja“ yfir Gretti því hann var glæpamaður og útlagi. Vissulega drýgði hann hetjudáðir og tókst á við ill öfl sem enginn annar réði við. Þó er það harmurinn sem ræður ríkjum í Grettis sögu. Hún er saga manns sem hafði margt til brunns að bera, fáheyrðan líkamlegan styrk en einnig mikið hugrekki og óttaleysi. Í fari hans voru þó alvarlegir skapgerðarbrestir sem urðu honum að lokum að falli. Grettis saga vekur því upp margar spurningar um hvað sé hin svokallaða „karlmennska“ og mögulega eru engar Íslendingasögur sem eiga jafn vel við umræðu samtímans.

Wednesday Jan 04, 2023
#125 Nikola Tesla
Wednesday Jan 04, 2023
Wednesday Jan 04, 2023
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna

Wednesday Dec 07, 2022
#LD3 Hernámið á Austfjörðum
Wednesday Dec 07, 2022
Wednesday Dec 07, 2022
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna

Wednesday Nov 02, 2022
#121 Íslandsvinurinn Pike Ward
Wednesday Nov 02, 2022
Wednesday Nov 02, 2022
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna

Wednesday Oct 05, 2022
#117 Byltingin á Haítí
Wednesday Oct 05, 2022
Wednesday Oct 05, 2022
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna

Wednesday Sep 07, 2022
#113 Hin djöfullega skelfing
Wednesday Sep 07, 2022
Wednesday Sep 07, 2022
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna

Wednesday Aug 03, 2022
#108 Flóabardagi
Wednesday Aug 03, 2022
Wednesday Aug 03, 2022
Sturlungaöld er mesta ófriðartímabil í sögu Íslands. Þá hafði valdajafnvægi riðlast og sterkustu ættir landsins gerðust aðsópsmeiri í að eignast jarðir og öðlast völd. Sumir hafa lýst þessu tímabili sem hreinræktaðri borgarastyrjöld þó frekar hafi þetta verið valdabarátta í samfélagi sem enn byggðist upp á einhverskonar ættbálkaskipan. Mannskæðustu orrustur Íslandssögunnar voru háðar á þessum tíma. Þetta voru alvöru orrustur þar sem margar þúsundir börðust hatrammlega. Þann 25. júní 1244 átti sér stað eina sjóorrusta sem háð hefur verið við Íslandsstrendur, milli Íslendinga. Þar mættust þeir Þórður kakali Sighvatsson, af ætt Sturlunga og Kolbeinn "ungi" Arnórsson af ætt Ásbirninga. Talið er að á milli 8-900 manns hafi barist þar. Orrustan var háð á Húnaflóa.
Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér.

Wednesday Jul 06, 2022
#104 Harmsaga æfi minnar
Wednesday Jul 06, 2022
Wednesday Jul 06, 2022
Árið 1945 kom út ævisaga Jóhannesar Birkiland. Hún bar titil sem vart á sinn líka í Íslandssögunni. Bókin heitir "Harmsaga æfi minnar - Hvers vegna ég varð auðnuleysingi". Líklega hefur aldrei komið út bók á verri tíma. Hún átti ekkert erindi við almenning á þessum tíma. Fólk var uppnumið og spennt í hinu nýja lýðveldi, fullt af eldmóði tilbúið að takast á margvísleg og erfið verkefni hinnar ný-sjálfstæðu þjóðar. Bölmóður Birkilands var ekki það sem þurfti þá. Hann var hafður að háði og spotti en vegna atorku hans sjálfs, seldist bókin reyndar ágætlega. Hún hefur smátt og smátt mjakað sér fram í sólarljósið á ný enda er hún afar skemmtileg og stíllinn einstakur, rétt eins og Birkiland sjálfur.
Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér.

Wednesday Jun 01, 2022
#99 Paolo og plastbarkinn
Wednesday Jun 01, 2022
Wednesday Jun 01, 2022
Í þessum þætti skoðum við ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini. Hann þótti á sínum tíma einn fremsti læknir veraldar og var talið að aðgerðir hans myndu lyfta grettistaki og valda byltingu í líffæraígræðslum. Svo reyndist ekki vera og Macchiarini er nú miðpunktur í einu mesta hneykslismáli í gjörvallri sögu læknisfræðinnar. Það mál teygir jafnvel anga sína til Íslands því einn af þeim sem var svo óheppinn að lenda undir hnífnum hjá Macchiarini var Andemariam Beyene sem var þá námsmaður á Íslandi. Þetta mál er ógeðfellt og sorglegt. Því vörum við því að sumt sem fjallað er um getur valdið hlustendum óþægindum.
Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér.

Wednesday May 04, 2022
#95 Ólöf gerist eskimói
Wednesday May 04, 2022
Wednesday May 04, 2022
Flestum er okkur kennt að það sé ljótt að ljúga. Hins vegar eru margir sammála um að lífið getur verið torfæra og sjálfsagt að fólk bjargi sér eins vel og það getur, svo lengi sem það bókstaflega skaði ekki annað fólk. Ólöf Sölvadóttir beitti lyginni óspart sér í hag. Henni til varnar má þó benda á að hún hafði ekki fengið góða vöggugjöf. Ólöf var dvergur og fædd á 19. öld, þegar eitt mesta harðæri sem Ísland hafði kynnst, síðan í Móðuharðindunum, dundi yfir þjóðina og hrakti marga úr landi að freista gæfunnar annars staðar. Saga Ólafar er mögnuð. Auðvitað má segja að það sem hún gerði hafi, stranglega tekið, verið rangt. Þó er ekki hægt annað en dást að þeirri staðfestu og sjálfsbjargarviðleitni sem einkenndi þessa einstöku konu.
Hér finnið þið Draugana á Patreon.

Wednesday Apr 27, 2022
#94 Flotinn ósigrandi
Wednesday Apr 27, 2022
Wednesday Apr 27, 2022
Þann 28. maí árið 1588 lögðu um 150 skip af stað frá Lissabon. Markmið þeirra var að fara til Hollands og sækja þar innrásarlið sem átti að ráðast á England. Þessi leiðangur er kyrfilega greyptur í enska þjóðarsál sem stórfenglegur sigur Englands á einu mesta herveldi þessa tíma, að þetta hafi verið Davíð gegn Golíat. En er það raunin? Var England eitthvað aflminni en Spánn? Af hverju voru Spánverjar yfirhöfuð að standa í þessu risastóra verkefni? Við skoðum þetta og segjum einnig frá spænskum sjóliða sem upplifði hreint ótrúlegar hrakningar.
Hér finnið þið Draugana á Patreon.

Thursday Mar 03, 2022
Tilkynning um pásu
Thursday Mar 03, 2022
Thursday Mar 03, 2022
Við ætlum í smá pásu. Við munum samt halda Patreon-inu gangandi. Ef þið hafið áhuga á að skoða það betur finnið þið það hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar
Heyrumst síðar! 🖤

Wednesday Feb 23, 2022
#93 Refsivöndur Guðs
Wednesday Feb 23, 2022
Wednesday Feb 23, 2022
Rómverska heimsveldið stóð í um 1000 ár og náði að eignast fjölmarga óvini á þeim tíma. Sumir voru hættulegri en aðrir en sá sem þessi þáttur er um olli þeim miklum vandræðum og skelfingu. Nafn hans var Attila og hann var konungur Húna. Rómverjar gáfu honum meira að segja nafn þáttarins sem á frummálinu var "Flagellum Dei." Í þessum þætti skoðum við Atla og Húna hans ögn og reynum að komast að því hví nafn þessa manns er enn svo alræmt.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon

Wednesday Feb 16, 2022
#92 Konan með lampann
Wednesday Feb 16, 2022
Wednesday Feb 16, 2022
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon

Wednesday Feb 09, 2022
#91 Týr kemst í hann krappan
Wednesday Feb 09, 2022
Wednesday Feb 09, 2022
Þann 6. maí 1976 gerðist atvik á hafi úti sem hefði hæglega getað breytt Íslandssögunni. Þetta er eitt alvarlegasta atvikið í þorskastríðunum svokölluðu og mátti hársbreidd muna að flaggskip Landhelgisgæslunnar skyldi ekki sökkva og mannfall verða.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Rokksafn Íslands sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon

Wednesday Feb 02, 2022
#90 Bjartari en þúsund sólir
Wednesday Feb 02, 2022
Wednesday Feb 02, 2022
Anatoli Bugorski var að athuga bilun í stærsta eindahraðli Sovétríkjanna árið 1978. Þá var hann skotinn í hnakkann. Ekki með byssukúlu heldur brást öryggiskerfið all illilega og Bugorski fékk banvænan geisla á ljóshraða í gegnum höfuð sitt. Þetta skot innihélt margfalt meira magn af geislun en nokkur maður á að þola. Talið er að geislamagnið hafi verið hátt í 300.000 röntgen en 500 röntgen er nóg til að ganga af manneskju dauðri.
Það eru Borg Brugghús/Bríó og Flyover Iceland sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon

Wednesday Jan 26, 2022
#89 Guð er dauður!
Wednesday Jan 26, 2022
Wednesday Jan 26, 2022
Af fjölmörgum heimsspekingum sem hafa reynt að leiðbeina okkur í gegnum táradalinn og tilvistarkreppuna, er Friedrich Nietzsche líklega einn sá þekktasti og áhrifamesti. Flest okkar þekkjum fræga frasa hans eins og til dæmis nafn þáttarins. En hvað átti Nietzsche við er hann sagði Guð dauðan? Hvað meinar hann er hann segir að við eigum að reyna að verða ofurmenni? Var Nietzsche nasisti og gyðingahatari? Hví er Nietzsche ennþá svona vinsæll? Í þessum þætti reynum við að kynnast þessum sérstaka náunga með hið magnaða yfirskegg ögn nánar.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon

Wednesday Jan 19, 2022
#88 Nostradamus: Sjáandi eða svikahrappur?
Wednesday Jan 19, 2022
Wednesday Jan 19, 2022
Véfréttir, sýnir, bölbænir, berdreymni eða spádómar. Í gegnum mannkynssöguna hefur ekki verið skortur á fólki sem hefur talið sig sjá lengra en nefið nær. Þó er nokkuð athyglisvert að af öllum þeim frægu spámönnum sem hafa birst í gegnum tíðina, þá gnæfir einn yfir öllum hinum: Nostradamus. Þó að hann hafi nú legið í gröf sinni í fjórar og hálfa öld hefur orðspor hans lítið dvínað. Hvað veldur því? Er yfirhöfuð eitthvað að marka manninn sem sagt er að hafi séð fyrir ris og fall Adolf Hitlers, morðið á John F. Kennedy og fall tvíburaturnanna?
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Rokksafn Íslands sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon

Wednesday Jan 12, 2022
#87 Uppgjöf er ekki í boði
Wednesday Jan 12, 2022
Wednesday Jan 12, 2022
Á Vesturlöndum erum við vön því að heyra sögur af hermönnum sem gáfust upp og voru þá meðhöndlaðir samkvæmt alþjóðalögum um meðferð stríðsfanga, svokallaðri Genfar-samþykkt. Ekki hafa þó allar þjóðir samþykkt þessi lög. Einnig má finna ýmislegt hrollvekjandi í menningu ýmissa landa, hvað varðar stríð og uppgjöf. Sums staðar er það, að gefast upp fyrir óvininum, álitið svo mikil smán að viðkomandi á nánast ekki heimangengt og er fyrirlitinn af öllum. Þessi þáttur fjallar um hermenn sem héldu áfram baráttu, jafnvel þó stríðinu væri löngu lokið.
Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤
Draugarnir eru einnig á Patreon